Samfélög, menning og mannlíf með Fiðrildaferðum
Í okkar ferðum færð þú tækifæri til að upplifa ævintýri, nýja menningu, kynnast heimafólki og taka virkan þátt.
Ævintýri 2026
Samfélög, saga og menning
Okkar gildi
Upplifun
við viljum að okkar ferðalangar upplifi menningu hvers lands, fái innsýn inn í daglegt líf heimafólks og sé umhugað um samfélagið sem heimsótt er og beri virðingu fyrir því.
Umbreyting
við viljum að ferðalög okkar umbreyti þér, að þú fáir nýja sýn og verðir opnari fyrir annari menningu.
Umhyggja
við berum umhyggju fyrir heimafólki, þeirra umhverfi, menningu og náttúru og ferðumst í sátt við heimamenn.
Samfélags- og menningartengd ferðaþjónusta
Af hverju Fiðrildaferðir?
Við leggjum áherslu á samfélags- og menningartengda ferðamennsku. Þetta hugtak vísar til ferðaþjónustu sem er þróuð af heimamönnum í samstarfi við samfélög á svæðinu og þar sem áhersla er á að virðisaukinn verði eftir á svæðinu. Með þessum hætti leggur ferðamaðurinn sitt af mörkum til að efla samfélög og íbúa þeirra.
Markmiðið er að veita gestum einstaka upplifun á sama tíma og heimsóknin styður við sjálfbærni og efnahagslega velferð samfélagsins.
Í okkar ferðum færð þú tækifæri til að upplifa ævintýri, nýja menningu, kynnast heimafólki og taka virkan þátt.
Við leggjum einnig áherslu á litla hópa og framúrskarandi persónulega þjónustu.
Fararstjórn
Ásdís Guðmundsdóttir er stofnandi og eigandi og Fiðrildaferða.
Hún er menntuð í félagsfræði og stjórnun og hefur auk þess próf sem svæðisleiðsögumaður. Hún hefur ólæknandi ferðabakteríu og veit ekkert skemmtilegra en að upplifa nýja menningu spennandi landa með áherslu á að skoða ótroðnar slóðir. Að ferðast færir okkur nær hvert öðru og gefur okkur nýja sýn og eykur víðsýni!
Ásdís Guðmundsdóttir
Ásdís Guðmundsdóttir er stofnandi Fiðrildaferða og er hún fararstjóri í Indlandsferðum og ferðum til Kosta Ríka. Ásdís hefur farið með hópa til Indlands og Hawaii á undanförnum árum og stofnaði ferðaskrifstofuna Fiðrildaferðir í júlí 2024. Hún hefur leiðsögumannapróf frá Leiðsöguskóla Íslands og hefur skipulagt ferðir á Íslandi fyrir erlenda hópa.

Jenny D’Souza
Jenny D’Souza er eigandi ferðaskrifstofunnar Get involved in India og er fararstjóri Fiðrildaferða á Indlandi og fylgir hún hópnum alla leið. Jenny er fædd og uppalin á Indlandi, er öllum hnútum kunnug og hennar ástríða er að bjóða fólki að upplifa Indland og allt það sem landið hefur að bjóða. Auk þess að reka Get Involved in India, er Jenny með matreiðslunámskeið sem hún kallar Hands on Curry.

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
Hún hefur mannauðsstjórnun og markþjálfun að aðalstarfi en ræturnar hennar eru í söng og fararstjórn sem hún sinnir jafnhliða öðrum störfum. Ágústa er menntaður leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands og hefur unnið við fararstjórn á Ítalíu, Króatíu og Slóveníu yfir 20 ár. Hún hefur einnig starfað sem leiðsögumaður á Íslandi fyrir ítölsku- og enskumælandi ferðamönnum um Ísland. Hún kannar nú nýjar slóðir. Ágústa heldur úti ferðabloggi undir nafninu Flandrr ferðamiðstöð þar sem hún varpar upp áhugaverðum vinklum um ýmislegt tengt.
Samfélags- og menningartengd ferðaþjónusta
Markmiðið er að veita gestum einstaka upplifun á sama tíma og heimsóknin styður við sjálfbærni og efnahagslega velferð samfélagsins. Taktu flugið með Fiðrildaferðum
Taktu flugið með FiðrildaferðumUmsagnir viðskiptavina okkar
Indlands 2025
Ég hef farið tvær ferðir til Indlands með Fiðrildaferðum og Get involved in India . Báðar þessar ferðir voru alveg dásamlegar. Hópurinn var í bæði skiptin lítill aðeins 8 manns. Hver dagur var ævintýri út af fyrir sig margt var skoðað og við kynntumst menningu og siðum Indverja á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er upplifun að fara í heimahús, í “Slum”ið og á matreiðslunámskeið.
Við fengum að bragða allt sem indversk matarmenning hefur uppá að bjóða. Það var alveg frábært að vera með fararstjóra sem er heimamaður og líka íslenskan fararstjóra.
Jenný fararstjóri er alveg einstök og hugsaði mjög vel um okkur á allan hátt .Mér fannst ég vera fullkomlega örugg á mjög svo framandi slóðum.
Ég get heilshugar mælt með ferðum til Indlands með Fiðrildaferðum og Get involved in India, fyrir fólk sem langar að fara í öðruvísi ferð á framandi slóðir og kynnast framandi menningu og fá einnig tækifæri til að kynnast heimamönnum.
Indlands 2025
Síðastlíðinn janúar ferðuðumst við ásamt 6 öðrum til Suður Indlands með Ásdísi og Jenny D'Souza. Við flugum til Mumbai dvöldum þar í nokkra daga flugum síðan til Kerala og enduðum í Goa. Þessi ferð var mjög vel skipulögð ógleymanleg og alger opinberun varðandi líf á Indlandi. Takk fyrir okkur".
Indlands 2025
Ég skráði mig í 18 daga ævintýraferð og skil enn ekki hvernig hægt var að bjóða hana á þessu verði, miðað við ótrúlegu upplifunina sem við fengum. Ég er enn að klóra mér í höfðinu yfir því hvernig Ásdísi tókst að gera þetta svona hagstætt – sem segir allt sem segja þarf um útsjónarsemi hennar.
Það sem heillaði mig við fyrirkomulagið, var hversu persónulegir og vel úthugsaðar allir dagarnir voru. Ferðin var sérsniðin af Ásdísi í samstarfi við Jenny D'Souza sem ég kalla núna „mömmu mína,“ enda óð hún eld og brennistein fyrir hópinn, tryggði að við værum alltaf í bestu mögulegu aðstæðum með ótrúlegri natni.
Ásdís hafði lagt mikla áherslu á persónulegar heimsóknir inn á einkaheimili og valið óhefðbundin hótel – „herratige“ hótel með mörg hundruð ára sögu. Þau voru oft staðsett í hjarta borganna sem við heimsóttum og buðu upp á einstaka innsýn í sögu og menningu svæðanna. Jú, sum herbergin voru kannski ekki með mjúkustu rúmin, en fyrir mig var meiri sjarmi og dýpt í því að gista á stöðum sem höfðu hýst gesti fyrir mörg hundruð árum – þar sem veggirnir höfðu sögu að segja.