Upplifðu Suður-Afríku í einstakri ferð
Ferðatilhögun
Suður-Afríka er gjarnan kölluð „allur heimurinn í einu landi“, og það ekki af ástæðulausu. Þetta hlýlega og fjölmenningarlega samfélag hefur margt til að bera, einstakt dýralíf, heimsminjastaðir og ólík vistkerfi sem eru engu lík.
Eitt orð fangar þetta allt: fjölbreytileiki.
Þegar veturinn heldur norðurhveli í sínum köldu greipum, býður suðrið upp á sól, hlýju og ævintýri. Hitastigið er þægilegt, á bilinu 25–35°C á þessum árstíma, sem er kærkomin hvíld frá dimmu skammdeginu.
Ferðin hefst í Durban við Indlandshafið, þar sem strandir og menning suðurhluta Afríku taka á móti okkur. Við leggjum af stað í gegnum fjölbreytt landslag og náttúruperlur áleiðis til Lesótó, sem við heimsækjum í einn dag. Hér er einstakt landslag að finna og menningin allt öðruvísi en við þekkjum.
Í ferðinni upplifum við fjölbreytt dýralíf; við leitum að hinum svokölluðu Stóru fimm (Big Five) ljóni, hlébarða, nashyrningi, fíl og vatnabuffaló og skoðum flóðhesta, krókódíla og mörgæsir í sínu náttúrulega umhverfi.
Ferðinni lýkur í Höfðaborg, þar sem við njótum óviðjafnanlegrar náttúrufegurðar við Taffafjall, upplifum áhrifaríka sögu Suður-Afríku og kynnumst arfleifð Nelson Mandela með heimsókn á sögustaði eins og Robben-eyju og á heimili hans í Durban.
Markhópur þessar ferðar er forvitið fólk sem vill kynnast Suður-Afríku með djúpri tengingu við land og þjóð og með ævintýri að leiðarljósi.
Ferðin er farin á vegum Fiðrildaferða sem eru með ferðina í sölu og sér um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðaskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu. Sure Voyager Travel er samstarfsaðlinn í Suður-Afríku sem hefur veg og vanda að skipulagningunni
Ferðatímabilið er 3. – 18. febrúar 2026. Ferðast er í rúmgóðri 32ja sæta rútu, en hópurinn telur einungis 16 manns. Hótelin eru öll þriggja stjörnu, vel staðsett og með loftkælingu.
Við áskiljum okkur rétt til að breyta dagskrá með stuttum fyrirvara, ef þörf krefur, vegna óviðráðanlegra atvika.
Hótelin í ferðinni
Protea Hotel by Marriott Durban Umhlanga
https://www.marriott.com/en-us/hotels/durum-protea-hotel-durban-umhlanga/overview/?scid=f2ae0541-1279-4f24-b197-a979c79310b0
Þetta þriggja stjörnu hótel býður upp á þægilega gistingu með nútímalegum herbergjum í hjarta Umhlanga Rocks, aðeins 18 km frá King Shaka alþjóðaflugvellinum.
Það er í göngufæri frá baðströndinni og flest herbergin bjóða upp á magnað útsýni út á hafið og með þakverönd og sundlaug. Herbergin eru smekkleg og stílhrein með eldunaraðstöðu, örbylgjuofni, ísskáp, borðbúnaði og hægt að laga sér kaffi og te. Loftkæling.
Anew Hluhluwe hotel & Safaris við þjóðgarðinn
https://anewhotels.com/hotels/lodge-hluhluwe/
Þetta er þriggja stjörnu hótel staðsett í hjarta Zululand, nálægt Hluhluwe-Imfolozi þjóðgarðinum, einum af elstu dýragörðum Suður-Afríku. Staðsett í náttúrulegu umhverfi með afrískum takti og lipri þjónustu starfsfólks sem hefur gildið „Hospitality is our game“ að leiðarljósi. Þar er útisundlaug, veitingastaður, menningarkvöld við varðeld. Heppilegur staður fyrir þá sem vilja upplifa náttúruna án þess að fórna þægindum. Loftkæling.
Premier Resort Sani Pass við rætur Lesótó
Hótelið er staðsett við rætur á Sani Pass fjallaskarðins og á bökkum Mkhomazana-árinnar, þar sem ferskt vatn rennur beint úr Drakensberg-fjöllunum. Einungis 19 km frá Underberg þar sem hótelið er komum við að landamærum Lesótó.
Hótelið býður upp á þægileg herbergi í náttúrulegu umhverfi Ezemvelo náttúruverndarsvæðisins. Svæðið er griðland fyrir Eland-Antilópuna og þar eru fjölmargar göngu- og hjólaleiðir fyrir þá sem vilja smá ævintýri. Leyfi þarf til að fara um Ezemvelo-verndarsvæðið og það eru fáanlegt í gestamóttöku hótelsins. Ekki sundlaug. Loftkæling.
City Lodge V&A í Höfðaborg
https://citylodgehotels.com/our-hotels/City%20Lodge%20Hotel/86
Þægilegt og vel staðsett hótel í hjarta Höfðaborgar, steinsnar frá V&A Waterfront, Bo-Kaap hverfinu og helstu verslunum og veitingastöðum. Hótelið býður upp á nútímaleg og snyrtileg herbergi með öllum helstu þægindum. Afþreyingaraðstaðan felur í sér lítið sundlaugarsvæði, líkamsræktarstöð og notalegt kaffihús. Góð staðsetning gerir það að frábærum kost fyrir ferðalanga sem vilja kanna borgina fótgangandi.