Upplifðu Suður-Afríku og Lesótó

15 Days

Ferðatilhögun

Suður-Afríka er gjarnan kölluð „allur heimurinn í einu landi“, og það ekki af ástæðulausu. Þetta hlýlega og fjölmenningarlega samfélag hefur margt til að bera, einstakt dýralíf, heimsminjastaðir og ólík vistkerfi sem eru engu lík. 

Eitt orð fangar þetta allt: fjölbreytileiki.

Þegar veturinn heldur norðurhveli í sínum köldu greipum, býður suðrið upp á sól, hlýju og ævintýri. Hitastigið er þægilegt, á bilinu 25–35°C á þessum árstíma, sem er kærkomin hvíld frá dimmu skammdeginu.

Ferðin hefst í Durban við Indlandshafið, þar sem strandir og menning suðurhluta Afríku taka á móti okkur. Við leggjum af stað í gegnum fjölbreytt landslag og náttúruperlur áleiðis til  Lesótó, sem við heimsækjum í einn dag. Hér er einstakt landslag að finna og menningin allt öðruvísi en við þekkjum.

Í ferðinni upplifum við fjölbreytt dýralíf; við leitum að hinum svokölluðu Stóru fimm (Big Five) ljóni, hlébarða, nashyrningi, fíl og vatnabuffaló og skoðum flóðhesta, krókódíla og mörgæsir í sínu náttúrulega umhverfi.

Ferðinni lýkur í  Höfðaborg, þar sem við njótum óviðjafnanlegrar náttúrufegurðar við Taffafjall, upplifum áhrifaríka sögu Suður-Afríku og kynnumst arfleifð Nelson Mandela með heimsókn á sögustaði eins og Robben-eyju og á heimili hans í Durban.

Markhópur þessar ferðar er forvitið fólk sem vill kynnast Suður-Afríku með djúpri tengingu við land og þjóð og með ævintýri að leiðarljósi. 

Ferðin er farin á vegum Fiðrildaferða sem eru með ferðina í sölu og sér um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðaskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu. Sure Voyager Travel er samstarfsaðlinn í Suður-Afríku sem hefur veg og vanda að skipulagningunni

Ferðatímabilið er 3. – 18. febrúar 2026. Ferðast er í rúmgóðri 32ja sæta rútu, en hópurinn telur einungis 16 manns. Hótelin eru öll þriggja stjörnu, vel staðsett og með loftkælingu.

Við áskiljum okkur rétt til að breyta dagskrá með stuttum fyrirvara, ef þörf krefur, vegna óviðráðanlegra atvika.

Frá kr.860.000
/ Fullorðin
  • Ferðatímabil 3. - 18. febrúar 2026
  • Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
  • 860.000 á mann í tvíbýli - 990.000 fyrir einbýli
  • Staðfestingargjald er kr. 100.000 og greiðist við skráningu í ferð.
    Gjaldið greiðist inn á reikning 133-26-016446, kt. 570724-1850.