Fiðrildaferðir kynna einstaka ferð til Kosta Ríka!
Heimspeki Kosta Ríka búa endurspeglast í einkunnarorðunum “La pura vida” sem útleggst sem hið hreina líf. Þetta er lífsviðhorf sem birtist í því hvernig Kosta ríka búar horfa á lífið og stendur fyrir jákvætt hugarfar, þakklæti, ró og að kunna að meta gjafir líf eins og það er.
Ferðin til Kosta Ríka í apríl 2026 leggur áherslu á að kynnast þessu einstaka lífsviðhorfi með því að heimsækja heimamenn, skoða sjálfbæra ferðaþjónustu og fallega náttúru, upplifa menningu og samfélag og njóta góðs matar.
San José
Ferðin hefst í höfuðborginni San José með heimsóknum á söfn, háskóla og tónlistarsmiðju með Manuel Monestel, þjóðþekktum listamanni. Kvöldverður með leiðsögumanninum Ricardo setur rétta tóninn fyrir ferðina.
Karabíska ströndin og náttúruvernd
Við heimsækjum kaffibændur í Sarapiquí og siglum í Tortuguero, þar sem skjaldbökur verpa. Við kynnumst náttúruvernd, síkjum, regnskógi og lífríki svæðisins – og hittum þá sem standa vörð um náttúru og dýralíf.
Cahuita og arfleifð afrískra afkomenda
Strönd, kóralrif og letidýr – en líka dýrmæt saga og samfélagsvitund. Við hittum Lauru Wilson sem fræðir okkur um sögu afkomenda afrískra þræla (Afrodescendiente) og áskoranir nútímans, sérstaklega í tengslum við loftslagsbreytingar og jafnrétti.
Súkkulaði og Ara-páfagaukar í Manzanillo
Við lærum um verndun litríka Ara-fuglsins og brögðum á ljúffengu súkkulaði á súkkulaðigerðarnámskeið.
Bribri þjóðin – heimsmynd og mæðraveldi
Í Yorkin dveljum við með Bribri-fólkinu, lærum um heimsmynd, menningu, handverk og hlutverk kvenna í samfélagi þar sem mæðraveldi ríkir. Við hittum þjóðhöfðingja og fáum innsýn í sjálfbært líf og her andlegan frumbyggjanna.
Monte Verde skýjaskógurinn – vísindi og vöxtur
Við förum upp í skýjaskóginn í Monte Verde og hittum vísindamann sem fræðir okkur um vistkerfi svæðisins og verndun. Fullkomið jafnvægi á milli frítíma og fróðleiks í töfrandi umhverfi.
Að lokum!
Ferðin endar aftur í San José þar sem hún hófst með Tico-kvöldverði þar sem baunir, hrísgrjón og „Pura Vida“ andinn fá að njóta sín.