Að sækja Indland heim er einstök reynsla. Þetta land, sem er nú hið fjölmennasta í heimi, á aldagamla sögu og hefðir, einstaka matargerð, krydd og litrík klæði. Þar fer saman regla og glundroði og ríkidæmi og fátækt. Eitt af því sem er svo áberandi á Indlandi er hindúatrúin og þeir siðir og hefðir sem fylgja þeirri trú. Hindúisminn er byggður á hinum aldagömlu og heilögu ritum Indlands sem kallast VEDA. Orðið þýðir þekking eða viska og eru ritin mikilvægustu grundvallarverk indverskrar menningar og tengjast sterkt trúar- og menningarhefð indverja. Um er að ræða safn texta sem var varðveittur munnlega frá manni til manns í árþúsundir ára áður en þau voru skráð niður, ekki ósvipað og okkar menningararfur sem birtist í íslendingasögum og Hávamálum nema nokkuð mikið eldri!
Í þessum pistli ætlum við að skoða þessi rit aðeins betur og rýna í hvaða siðir og venjur fylgja þeim.
Veda ritin skiptast í fjögur höfuðrit, Rigveda, Samaveda, Yajurveda og Atharvaveda. Hvert rit skiptist svo í nokkur lög, til dæmis sálma og ljóð, skýringar og leiðbeiningar um helgisiði, um hugleiðslu og heimspekilega nálgun sem kanna eðil heimsins og sálarinnar og hins algilda.
Þessi rit hafa haft áhrif og lagt grunn að hindúisma en hafa einnig haft áhrif á búddisma, janisma og fleiri hugmynda- og heimspekikerfi. Margir kannast við hugmyndir eins og karma (orsök og afleiðing gerða), moksha (frelsi) og yoga sem þróaðist út frá þessum fræðum. Einnig má nefna áhrif á menningararf sem hefur mótað list, tónlist, læknisfræði (t.d. Ayurveda), stjörnufræði og heimspeki í Indlandi.
Áhugavert er að skoða hvaða áhrif þessi fræði hafa enn þann dag í dag á trú og daglegt líf á Indlandi.
Helgisiðir og athafnir eins og að kveikja ljós kvölds og morgna tengist því að bjóða ljósi og sannleika inn. Möntrusöngur er hluti af daglegri hugleiðslu hjá milljónum indverja. Svo má nefna hin fjögur lífsstig sem eru Brahmacharya – nám og agi (ungdómur). Grihastha – fjölskyldu- og heimilishald (miðaldur) Vanaprastha – að draga sig í hlé og helga sig andlegum málum (seinna á ævinni). Sannyasa – afneitun veraldlegra hluta og leit að frelsi (eldra fólk, einsetumenn).
Þessi lífsstiga-hugmynd er enn mjög lifandi sem fyrirmynd að því hvernig lífið er skipulagt.
Hátíðir eru stór hluti af daglegu lífi indverja og má þar nefna Diwail (ljósahátíðina) og Holi sem tengjast hugmyndum um náttúruna og náttúruöflin.
Hvað varðar daglegt siðferði og gildi má nefna að hugmyndir um Dharma (rétta breytni, siðferðisskyldu) og karma (afleiðingar athafna) hafa áhrif á ákvarðanir í lífinu: hvernig fólk vinnur, kemur fram við fjölskyldu, nágranna og samfélag. Hugmyndin um ahimsa, að forðast ofbeldi, á rót sína í heimspeki Vedanna og mótaði meðal annars lífsstíl Mahatma Gandhi.
Ayurveda (heildræn læknisfræði Indlands) er beint sprottin úr Atharvaveda. Hún hefur áhrif á mataræði, jurtalækningar, svefnvenjur og líkamsrækt margra Indverja.
Jóga og pranayama (öndunaræfingar) sem byggja á vedaheimspeki eru dagleg iðkun hjá milljónum manna í Indlandi (og nú um allan heim).
Hér að neðan má sjá hugsanlegt dæmi um hvernig dagur í lífi hindúa fer fram:
Fólk vaknar oft fyrir sólarupprás (talið heilagt samkvæmt Rigveda) og byrjar á bað eða handa- og andlitsskolun sem er táknræn hreinsun líkamans. Margir setjast niður og syngja Gayatri mantra eða önnur veda-vers, stundum með litlum olíulampa (diya) eða reykelsi. Pranayama / jóga: Nokkrar öndunar- eða hugleiðsluæfingar sem tengjast vedahefðinni. Hugmyndin um dharma leiðir daglegt líf – að sinna skyldum sínum, hvort sem það er að sjá um fjölskyldu, vinna heiðarlega eða þjónusta samfélagið.
Margir velja ayurvedískt mataræði – ferskan, einfaldan og „sattvic“ mat (t.d. grænmetisrétti, hrísgrjón, dal, ávexti). Þetta kemur úr hugmyndinni um jafnvægi líkama, hugar og sálar. Fólk minnir sig á aðgerðir sínar og orð muni hafa afleiðingar (karma) og þannig er reynt að vera kurteis og hjálpsamur.
Þegar komið er að kvöldi er haldin stutt helgiathöfn þar sem ljósi (oft olíulampi) er sveiflað fyrir framan táknmynd guðs eða heimilisaltari en þetta er arfleifð úr Samaveda og Yajurveda.
Oft safnast fjölskyldan saman, syngur möntru eða les úr Bhagavad Gita (sem sjálf byggir á vedaheimspeki). Ef sérstakur dagur er (t.d. full tungl, nýtt tungl, eða ákveðin hátíð) eru gefnar fórnir eða gjafir gefnar til brahmina eða fátækra. Fyrir háttinn er svo stutt hugleiðsla eða mantra áður en fólk fer að sofa, til að hreinsa hugann og þakka fyrir daginn.
Hugmyndin er að enda daginn í samhljómi við Brahman (hið algilda) og að vera meðvitaður um lífið sem hluta af stærri heild.
Í ferð okkar til Indlands í janúar munum við fá fræðslu um hindúatrúna og heimsækja hof. Einnig fáum við að vita meira um kryddin sem notuð eru og Ayurveda fræðin.
Skoðaðu dagskrá næstu Indlandsferðar Fiðrildaferða hér https://www.fidrildi.is/trip/sudurindland/


