Kirgistan – heillandi menning og náttúra

13 Dagar

Stórbrotin náttúra og heillandi menning

Kirgistan

Kirgistan er landlukt ríki í Mið-Asíu með landamæri að Kína í austri, Kasakstan í norðri, Tadsíkistan í suðri og Úsbekistan í vestri. Í fjöllunum búa hirðingjar sem hafa ekki breytt sínum lífsstíl í hundruðir ára. Landið er umkringt Tíbet-fjöllunum sem eru hluti af Himalaya fjallgarðinum og eru heimkynni hirðingjanna sem hér búa. 

Íbúarnir eru um 6,5 milljón og býr um 1 milljón þeirra í höfuðborginni Bishkek sem jafnframt er stærsta borg landsins. Kirgisar eru meirihluti íbúa landsins en þar búa líka stórir hópar Rússa og Úsbeka. Kirgiska er tyrkískt mál og er opinbert mál landsins ásamt rússnesku. 90% íbúa Kirgistans eru múslimar og meirihlutinn aðhyllist súnní íslam. Menning Kirgistans ber merki um áhrif Rússa, Mongóla og Írana. 

Ferðadagskráin er hönnuð fyrir fróðleiksfúst fólk sem vill upplifa eitthvað nýtt og framandi. 

Markhópurinn er fólk sem hefur áhuga á náttúru og menningu og vill bregða undir sig betri fætinum til að skoða nokkur náttúruundur sem verða á vegi okkar. Fólk sem vill kynnast heimamönnum og upplifa þeirra lífsstíl mun njóta sín vel í þessari ferð. Hópurinn verður að hámarki 13 manns.

Ferðaþjónusta er ört vaxandi í Kirgistan og landið dregur að sér ferðamenn sem vilja uppgötva náttúruna og sögu fólksins sem byggir landið. Kirgistan er talið stöðugt land fyrir ferðamann og pólitísk vandamál ekki til staðar um þessar mundir. Smáglæpir og þjófnaður eiga á sér stað þar eins og víðast hvar annars staðar.

Gistingin sem boðið er upp á er af ýmsum toga. Í höfuðborginni er gist á 4ra stjörnu hóteli með loftkælingu. Annars er gist á hótelum og gistiheimilum en auk þess verður gist tvær nætur í Yurt hirðingjatjöldum.

Nokkrar gönguferðir verða í boði sem geta verið allt frá 2 km upp í 12 km, en lengsti göngudagurinn er líka valkvæður. 

Búast má við að við leggjum af velli um 1600 km af akstri í ferðinni. Kirgistan hefur verið hluti af ýmsum menningarsvæðum og stórveldum. Landið var hluti af Silkiveginum og öðrum verslunarleiðum um Mið-Asíu. Vegir silkileiðarinnar fornu eru allir að fá andlitslyftingu undir verkefninu „Belti og braut“ sem er stórtækt samgöngu- og viðskiptaverkefni kínverskra stjórnvalda. Í tengslulm við þetta hafa vegaframkvæmdir staðið yfir í þrjú ár í Kirgistan á þeim að vera lokið árið 2029. Sumsstaðar eru vegirnir tilbúnir en vegavinna og brúarframkvæmdir í gangi á öðrum stöðum. 

Sjá má nánar í ferðlýsingunni fyrir hvern dag fyrir sig hvað má búast við af göngumog akstri á hverjum degi.

Hópurinn verður saman í einum bíl af gerðinni Sprinter og svo verður annar bíll sem fylgir hópnum sem geymir farangurinn.

Stuttur pistill um Kirgistan

Pistill um menningararf í Kirgistan 

Kyrgyz Adventur Travel, ferðaskipuleggjandi í Kirgistan, er þarlendur samstarfsaðili.

Fararstjórn

Fararstjóri er Ágústa Sigrún Ágústsdóttir.

Hún hefur mannauðsstjórnun og markþjálfun að aðalstarfi en rætur hennar eru í söng og fararstjórn sem hún sinnir jafnhliða öðrum störfum. 

Ágústa er menntaður leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands og hefur unnið við fararstjórn á Ítalíu, Króatíu og Slóveníu yfir 20 ár. Hún hefur einnig starfað sem leiðsögumaður á Íslandi fyrir ítölsku- og enskumælandi ferðamönnum um Ísland. Hún kannar nú nýjar slóðir. 

Ágústa heldur úti ferðabloggi undir nafninu Flandrr ferðamiðstöð þar sem hún varpar upp áhugaverðum vinklum um ýmislegt tengt ferðalögum: www.flandrr.is

Greiðsluskilmálar

Staðfestingagjald að upphæð kr. 100.000 tryggir bókun í ferð og er óafturkræft nema ef ferð er felld niður.
Greiðsla nr. 2 er innt af hendi 10-12 vikum fyrir brottför og nemur hún helmingi af eftirstöðvum
Greiðsla nr. 3 er lokagreiðsla og er innt af hendi 7-8 vikum fyrir brottför.

Athugið:

Lágmarksfjöldi í ferð er 10 manns.

Þú getur sent okkur fyrirspurn með því að fylla út formið hér að neðan.

Kirgistan – heillandi menning og náttúra
Frá kr. 489.000
/ Fullorðin

Ferðaupplýsingar

  • Tvíbýli 489.000 - Einbýli 599.000
  • 26.maí til 7.júní 2026
  • Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
  • Staðfestingargjald er kr. 100.000 og greiðist við skráningu í ferð. Gjaldið greiðist inn á reikning 133-26-016446, kt. 570724-1850.
  • Íslenska og enska