Kirgistan

13 Dagar

Stórbrotin náttúra og heillandi menning

Kirgistan

Kirgistan er landlukt ríki í Mið-Asíu þekkt fyrir sína stórkostlegu fjöll, víðáttumiklar sléttur og rótgróna og ríka menningu. 

Kirgistan er staður óspilltrar villtrar náttúru þar sem fólkið heldur enn í fornar hefðir, siði og menningu. Í fjöllunum búa hirðingjar sem hafa ekki breytt sínum lífsstíl í hundruðir ára. Landið er umkringt Tíbet-fjöllunum sem eru hluti af Himalaya fjallgarðinum og eru heimkynni hirðingjanna sem hér búa.

Kirgistan á landamæri að Kína í austri, Kasakstan í norðri, Tadsíkistan í suðri og Úsbekistan í vestri. Íbúarnir eru um 6,5 milljón og býr um 1 milljón þeirra í höfuðborginn Bishkek sem jafnframt er stærsta borg landsins.

Kirgisar eru meirihluti íbúa landsins en þar búa líka stórir hópar Rússa og Úsbeka. Kirgisiska er tyrkískt mál og er opinbert mál landsins ásamt rússnesku. 90% íbúa Kirgistans eru múslimar og meirihlutinn aðhyllist súnní íslam. Menning Kirgistans ber merki um áhrif Rússa, Mongóla og Írana. 

Kirgistan hefur verið hluti af ýmsum menningarsvæðum og stórveldum. Landið var hluti af Silkiveginum og öðrum verslunarleiðum um Mið-Asíu.

Ferðaþjónusta er vaxandi í Kirgistan og landið dregur að sér ferðamenn sem vilja uppgötva náttúruna og sögu fólksins sem byggir landið. Kirgistan er öruggt að sækja heim og pólitískur stöðugleiki til staðar en smáglæpir og þjófnaður eiga á sér stað þar eins og víðast hvar annarsstaðar.

Ferðadagskráin er hönnuð fyrir fróðleiksfúst fólk sem vill upplifa eitthvað nýtt og framandi og er markhópurinn fólk sem hefur áhuga á náttúru og menningu.

Gistingin sem boðið er upp á er einföld en þægileg, í höfuðborginni er gist á 4ra stjörnu hóteli en að öðru leyti er dvalið í gistihúsum en auk þess verður gist tvær nætur í hefðbundnum Yurt tjöldum. 

Maí-mánuður er upplagður til ferðalaga til Kirgistan. Þá er vorið komiðð og allur gróður að taka við sér. Upp til fjalla þar sem gist er í Yurt tjöldum getur þó hitastigið á kvöldin og nóttunni farið niður í 5°C en í höfuðborginni getur hitinn farið vel yfir 30°C yfir hádaginn. Úrkoma er venjulega ekki mikil á þessum árstíma. 

Tímamismunurinn er 6 tímar og er Kirgistan 6 tímum á undan Íslandi. 

Handhafar íslenskra vegabréfa þurfa ekki vegabréfsáritun og mega dvelja í landinu í allt að 60 daga.

Hámarksfjöldi í ferðina eru 13 manns.

Hluti af dagskránni eru gönguferðir sem geta verið allt frá 2 km upp í 6 km. 

Kyrgyz Adventur Travel, ferðaskipuleggjandi í Kirgistan, er þarlendur samstarfsaðili.

Fararstjórn

Fararstjóri er Ágústa Sigrún Ágústsdóttir.

Hún hefur mannauðsstjórnun og markþjálfun að aðalstarfi en rætur hennar eru í söng og fararstjórn sem hún sinnir jafnhliða öðrum störfum. 

Ágústa er menntaður leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands og hefur unnið við fararstjórn á Ítalíu, Króatíu og Slóveníu yfir 20 ár. Hún hefur einnig starfað sem leiðsögumaður á Íslandi fyrir ítölsku- og enskumælandi ferðamönnum um Ísland. Hún kannar nú nýjar slóðir. 

Ágústa heldur úti ferðabloggi undir nafninu Flandrr ferðamiðstöð þar sem hún varpar upp áhugaverðum vinklum um ýmislegt tengt ferðalögum: www.flandrr.is

Þú getur sent okkur fyrirspurn með því að fylla út formið hér að neðan.

Kirgistan
Frá kr. 489.000
/ Fullorðin

Ferðaupplýsingar

  • Tvíbýli 489.000 - Einbýli 599.000
  • 26.maí til 7.júní 2026
  • Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
  • Staðfestingargjald er kr. 100.000 og greiðist við skráningu í ferð. Gjaldið greiðist inn á reikning 133-26-016446, kt. 570724-1850.
  • Íslenska og enska