Persónuverndaryfirlýsing Fiðrildaferða
Síðast uppfært: 21.07.2025
Hjá Fiðrildaferðum leggjum við áherslu á traust og gagnsæi. Við vinnum eingöngu með þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að skipuleggja ferðir okkar og tryggjum að upplýsingarnar þínar séu öruggar og notaðar af ábyrgð. Fiðrildaferðir starfar í samræmi við Evrópureglugerð 2016/679 (GDPR) um vernd persónuupplýsinga. Það þýðir að þú átt eftirfarandi réttindi samkvæmt lögum Evrópusambandsins:
- Aðgangur að þeim gögnum sem við höfum um þig
- Réttur til leiðréttingar, eyðingar (“rétturinn til að gleymast”) eða takmörkunar á vinnslu
- Réttur til að flytja gögn (data portability)
- Réttur til að mótmæla vinnslu á grundvelli lögmætra hagsmuna
- Réttur til að draga samþykki til baka hvenær sem er (t.d. varðandi markaðssamskipti)
Grunnur fyrir vinnslu persónuupplýsinga hjá okkur byggir á:
- Samþykki þínu (t.d. þegar þú skráir þig í fréttabréf)
- Samningsskuldbindingum (t.d. þegar þú bókar ferð)
- Lögbundnum skyldum (t.d. bókhald)
- Lögmætum hagsmunum (t.d. greining þjónustunotkunar til að bæta upplifun)
Ef persónuupplýsingar eru fluttar utan Evrópska efnahagssvæðisins (t.d. í gegnum þjónustu eins og Mailchimp), tryggjum við að viðtakandi búi yfir viðeigandi verndarráðstöfunum, t.d. með notkun staðlaðra samningsákvæða (Standard Contractual Clauses).
Ef þú telur að við vinnum með gögn þín í ósamræmi við lög hefur þú rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd, www.personuvernd.is.
1. Hvaða upplýsingum söfnum við?
Við söfnum eftirfarandi upplýsingum, allt eftir eðli þjónustunnar:
- Nafn
- Kennitala
- Heimilisfang
- Símanúmer
- Netfang
- Númer vegabréfs
- Upplýsingar um mataræði
- Heilsufarsupplýsingar (ef þær skipta máli fyrir öryggi í ferð)
- Greiðsluupplýsingar (ekki geymdar hjá okkur sjálfum heldur í gegnum öruggar greiðslugáttir)
- Ferðatengdar óskir og áhugamál (t.d. ef þú velur þemagöngu, listasmiðju eða matreiðsluferð)
- Skráning í fréttabréf (val)
2. Hvernig notum við upplýsingarnar?
Við notum upplýsingar til að:
- Ljúka bókunum og hafa samband við þig varðandi ferðir
- Hafa samband fyrir eða eftir ferð (t.d. með gagnlegum upplýsingum, endurgjöf o.fl.)
- Laga þjónustu að þínum þörfum og áhugamálum
- Senda þér fréttabréf ef þú hefur skráð þig í þau
- Uppfylla lagalegar skyldur (t.d. bókhald, samningar)
3. Með hverjum deilum við upplýsingunum?
Við deilum aðeins upplýsingum með traustum samstarfsaðilum eftir þörfum:
- Flugfélög og aðrir flutningsaðilar
- Samstarfsaðilar/ferðaskrifstofur í samstarfi við okkur
- Gististaðir
- Flutningsaðilar
- Leiðsögumönnum – ef það er nauðsynlegt fyrir ferðina þína
- (Mailchimp – ef þú skráir þig í fréttabréf (þau eru með aðsetur í Bandaríkjunum og fylgja evrópskum gagnalögum með viðeigandi verndarsamningum)
- Bókhalds- og tölvukerfum samkvæmt reglum um reikningshald
Upplýsingum er aldrei til markaðsaðila eða óviðkomandi aðila.
4. Geymslutími gagna
Við geymum gögn aðeins eins lengi og nauðsyn krefur. Dæmi:
– Ferðaupplýsingar: í allt að 7 ár samkvæmt bókhaldslögum
– Fréttabréf: þar til þú skráir þig af eða biður um eyðingu
– Heilbrigðisupplýsingar: eingöngu geymdar tímabundið vegna einstakra ferða og síðan eytt
5. Réttindi þín
Þú átt rétt á að:
– Fá upplýsingar um hvaða gögn við höfum um þig
– Krefjast leiðréttingar eða eyðingar gagna
– Mótmæla vinnslu eða óska eftir takmörkun
– Draga til baka samþykki (t.d. fyrir fréttabréf)
6. Vafrakökur (Cookies)
Við notum vafrakökur á heimasíðunni til að bæta upplifun notenda, greina umferð og hagræða efni. Þú getur stýrt notkun þeirra í stillingum vafrans þíns.
7. Öryggi gagna
Við notum dulkóðun, öruggar greiðslugáttir og vönduð kerfi til að vernda gögnin þín. Aðeins starfsmenn sem þurfa aðgang að upplýsingum fá hann – og við vinnum eftir siðareglum og lögum um persónuvernd.
8. Breytingar á þessari yfirlýsingu
Við kunnum að breyta þessari yfirlýsingu ef lög krefjast þess eða við uppfærum þjónustu okkar. Við tilkynnum slíkt með skýrum hætti á vefsíðunni eða með tölvupósti.
Hafðu samband
Fiðrildaferðir
Netfang: asdis@fidrildi.is
Sími: 899-9845
Vefur: www.fidrildi.is