Dásemdir Suður-Indlands

15 Days

Ferðatilhögun

Ferðin hefst í Mumbai, þar sem gestir njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða, við smökkum á spennandi götumat, fræðumst um sögu borgarinnar, heimsækjum Dharavi Slum og Bollywood.

Næst er flogið til Cochin á Suður-Indlandi, þar sem farið er á matreiðslunámskeið, danssýningu og skoðum Fort Kochi, sem er sérstaklega sjarmerandi bær með ríkri menningu.

Frá Cochin er ekið til fjallahéraðsins Munnar, þar sem við skoðum te- og  kryddgarða og förum á fílabúgarð.

Því næst er ferðast til Allepey, þar sem gestir upplifa siglingu á vatnasvæði og heimsækja falleg hof.

Síðasti áfangastaðurinn er Goa en þar fá gestir frjálsan tíma til að njóta strandmenningarinnar, slaka á og kynnast stemningu svæðisins.  
Í þessari ferð fá þátttakendur einnig innsýn inn í menningu indverja, hindúisma,  fræði Ayurveda og yoga.

Flogið er til Mumbai frá London (næturflug) og gist er á 5 stjörnuhótelum, nema í Goa þar sem gist er á 4 stjörnu hóteli.

Frá kr.890.000
/ Fullorðin
  • 9. janúar til 23.janúar 2026
  • Ásdís Guðmundsdóttir og Jenny D’Souza
  • Íslenska og enska
  • Tvíbýli - 890.000 Einbýli - 990.000
  • Staðfestingargjald er kr. 100.000 og greiðist við skráningu í ferð.
    Gjaldið greiðist inn á reikning 133-26-016446, kt. 570724-1850.