Ferðatilhögun
Ferðin hefst í Mumbai, þar sem gestir njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða, við smökkum á spennandi götumat, fræðumst um sögu borgarinnar, heimsækjum Dharavi Slum og Bollywood.
Næst er flogið til Cochin á Suður-Indlandi, þar sem farið er á matreiðslunámskeið, danssýningu og skoðum Fort Kochi, sem er sérstaklega sjarmerandi bær með ríkri menningu.
Frá Cochin er ekið til fjallahéraðsins Munnar, þar sem við skoðum te- og kryddgarða og förum á fílabúgarð.
Því næst er ferðast til Allepey, þar sem gestir upplifa siglingu á vatnasvæði og heimsækja falleg hof.
Síðasti áfangastaðurinn er Goa en þar fá gestir frjálsan tíma til að njóta strandmenningarinnar, slaka á og kynnast stemningu svæðisins.
Í þessari ferð fá þátttakendur einnig innsýn inn í menningu indverja, hindúisma, fræði Ayurveda og yoga.
Flogið er til Mumbai frá London (næturflug) og gist er á 5 stjörnuhótelum, nema í Goa þar sem gist er á 4 stjörnu hóteli.
Dagskrá
*Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar/innsláttarvillur
Flogið frá Keflavík til Heathrow kl.11.45-og lent þar kl. 15.00
Flogið frá Heathrow til Mumbai kl.16.25 og lent í Mumbai kl. 6.55
Koma til Mumbai
Gist á 5 stjörnu hóteli
Taj Lands inn
Við slökum á eftir ferðalagið en förum svo og njótum götumatarins á strætum borgarinnar.
Kvöldmatur innifalinn
Í dag skoðum við athyglisverða staði og byggingar í miðborginni, skoðum heimili Ghandis og fræðumst um hindúisma og menningu Indlands.
Um kvöldið eigum við heimboð til fararstjórans Jennyar og fáum við ekta heimaveislu á indversku heimili.
Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur innifalinn
Í dag heimsækjum við Global Vipassana Pagoda hugleiðslusetur þar sem Vipassana hugleiðsluaðferðin er iðkuð.
Við heimsækjum skóla fyrir bágstödd börn, kynnumst starfsemi skólans og hittum börnin. Hér fáum við tækifæri til að gefa af okkur til starfseminnar og láta þannig gott af okkur leiða.
Seinnipartinnn heimsækjum við Dharavi slum hverfið sem er stærsta "slum" í Asíu. Við fræðumst um starfsemina sem þar fer fram og fólkið sem þar býr, skoðum textíl, leirkera- og leðurvinnsluna auk endurvinnslu og fáum síðan að skoða heimili leiðsögumanns okkar.
Morgunmatur og hádegismatur innifalinn
í dag er ferðinni heitið til Cochin á Suður-Indlandi með flugi.
Gist á hótelinu Fragrant Nature - 5 stjörnur https://www.fragrantnature.com/mattancherry-cochin/
Við eigum heimboð í heimahús þar sem við upplifum einstaka gestrisni og hlýju Kerala-búa.
Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur innifalinn
Við förum á markaðinn og síðan á matreiðslunámskeið þar sem við lærum að elda á indverska vísu og hvernig á að nota kryddin.
Seinnipartinn förum við á Kathakali danssýningu en Kathakali er dans-leiklistarhefð sem á uppruna sinn í Kerala á Indlandi og einkennist af stílfærðri leikrænni tjáningu með nákvæmum handahreyfingum og flókinni andlitstjáningu.
Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur innifalinn
Í dag skoðum við Fort Kochi sem er sérstaklega sjarmerandi bær með hollenska, portúgalska og breska arfleifð sem sést í arkitektúr og hönnun bæjarins. Þar má sjá fiskimenn að veiðum með bambus stöngum og svo er fiskurinn seldur á markaði við sjávarsíðuna. Við skoðum einnig Jew Town, sem er þekktur fyrir litlar verslanir, listmuni og handverk og notaleg kaffihús og veitingahús. Við borðum hádegismat á einum slíkum veitingastað við sjávarsíðuna.
Morgunmatur og hádegismatur innifalinn
Í dag ökum við til Munnar sem er fallegur bær í fjallgarðinum Vestur-Ghat í Kerala.
Gisting á hótelinu Fragrant Nature https://www.fragrantnature.com/pothamedu-munnar/
Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur innifalinn.
Heimsókn í tebúgarð og kryddgarð, en Kerala er þekkt fyrir fjölbreyttar kryddjurtir eins og kardimommur, pipar, kanil, o.fl. Við munum einnig heimsækja fílabúgarð en fílar eru stór hluti af indverskri menningu.
Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur innifalinn.
Við ökum til Allepey þar sem við njótum einstakrar fegurðar Guðs eigin lands (Gods own country, eins og það er kallað). Alleypey er umlukið vötnum þar sem pálmatrén setja svip sinn á umhverfið.
Um kvöldið förum við og heimsækjum tvö falleg hof í bænum Alleppey.
Gisting á hótelinu Sterling Lake Palace Alleppey – 5 stjörnur
https://www.sterlingholidays.com/resorts-hotels/lake-palace-alleppey
Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur innifalinn.
Í dag upplifum við dásamlega siglingu um vatnasvæði Alleppey. Það er engu líkt að sigla þarna um í ró og næði frá skarkalanum og njóta matar um borð.
Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur innifalinn.
Í dag tökum við daginn snemma þar sem við eigum bókað flug klukkan 6:15 frá Kochi til Goa.
Þessa síðustu daga slökum við á í Goa, hægt er að fara á ströndina, fara í Ayurveda nudd, slaka á á hótelbarnum eða fara í gönguferð.
Gisting í Goa á Royale Exotica Calangute, Goa https://royaleexotica.com/ eða Goan Heritage Calangute, Goa https://goanheritage.com/
Morgunmatur innifalinn
Heimför!
Þann 23.janúar er flogið til Mumbai og þaðan til Keflavíkur og lent þar þann 23.janúar
Innifalið/Ekki innifalið
Innifalið
- Flug til og frá Indlandi (í gegnum London).
- Gisting í á 4-5 störnuhótelum (boutique og heritage)
- Matur skv. dagskrá
- Flug frá Mumbai til Cochin
- Flug frá Cochin til Goa
- Flug frá Goa til Mumbai
- Akstur á milli staða
- Aðgangseyrir inn á söfn og annað sem tiltekið er í dagskrá
- Íslensk fararstjórn
- Indverskur fararstjóri sem fylgir hópnum alla leið
Ekki innifalið
- Áfengi og málsverðir sem ekki er minnst á í dagskrá
- Dægradvöl sem ekki er minnst á í dagskrá
Spurt og svarað
Já, nauðsynlegt er að fá vegabréfsáritun þegar ferðast er til Indlands og er sótt um áritun á netinu.
Gott er að huga að bólusetningum áður en ferðast er til Indlands en persónubundið er hvað hver og einn þarf.
Best er að fara á Heilsuveru og fá þar bólusetningaráætlun, en þá er skráð inn hvert er ferðast og áætlunin miðast við það.
Þegar ferðast er til Indlands þá þarf að hafa í huga að drekka aldrei vatn úr opnum flöskum/könnum, alltaf úr lokuðum flöskum.
Ekki er mælt með að borða hrátt grænmeti og ávexti, nema ávexti sem eru með hýði.
Einnig er gott að hafa meðferðis handspritt og nota það í ríkum mæli.
Gott er að hafa meðferðis Imodeum töflur sem geta komið sér vel ef magaóþægindi kræla á sér.