Tilboð! Við bjóðum 50.000 króna afslátt fyrir þá sem skrá sig í ferðina fyrir 1.nóvember!
Ferðatilhögun
Ferðalýsing
Ferðin hefst í Mumbai, þar sem gestir njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða, við smökkum á spennandi götumat, fræðumst um sögu borgarinnar, heimsækjum Dharavi Slum og Bollywood.
Næst er flogið til Cochin á Suður-Indlandi, þar sem farið er á matreiðslunámskeið, danssýningu og skoðum Fort Kochi, sem er sérstaklega sjarmerandi bær með ríkri menningu.
Frá Cochin er ekið til fjallahéraðsins Munnar, þar sem við skoðum te- og kryddgarða og förum á fílabúgarð.
Því næst er ferðast til Allepey, þar sem gestir upplifa siglingu á vatnasvæði og heimsækja falleg hof.
Síðasti áfangastaðurinn er Goa en þar fá gestir frjálsan tíma til að njóta strandmenningarinnar, slaka á og kynnast stemningu svæðisins.
Í þessari ferð fá þátttakendur einnig innsýn inn í menningu indverja, hindúisma, fræði Ayurveda og yoga.
Flogið er til Mumbai frá London (næturflug) og gist er á 5 stjörnuhótelum, nema í Goa þar sem gist er á 4 stjörnu hóteli.
Fararstjórn
Fararstjóri er Ásdís Guðmundsdóttir, eigandi Fiðrildaferða en hún hefur leitt hópa til Indlands síðan 2020 og hefur hún því mikla og góða reynslu af landi og þjóð.
Indlandsævintýri hennar hófst árið 2017 er hún sótti ráðstefnu í Mumbai. Þar bókaði hún sér matreiðslunámskeið hjá Jenny hjá Hands on Curry sem stofnaði síðan ferðaskrifstofu sína árið 2019.
Hún bauð þá Ásdísi að koma út með hóp og fór fyrsti hópurinn út árið 2020 í ógleymanlega ferð.
Leiðsögn
Leiðsögukona í ferðinni er Jenny D’Souza, eigandi ferðaskrifstofunnar Get Involved in India, en hún er fædd og uppalin á Indlandi og býr í Mumbai.
Jenný er samstarfsaðili Fiðrildaferða og hefur tekið á móti gestum frá Íslandi síðan 2020. Hún leggur áherslu á persónulega nálgun og er það samdóma álit allra sem hafa ferðast með okkur að hún sé einstök.
Jenny fylgir hópnum alla leið og er frábært að hafa innfædda manneskju til leiðsagnar, einhvern sem þekkir til menningar- og siða og getur haft samskipti við heimafólk. Hún hefur einstakt lag á því að láta fólki líða vel og leggur sig fram við að uppfylla óskir hvers og eins.
