Um Fiðrildaferðir
Gildi Fiðrildaferða er Upplifun - umbreyting - umhyggja.
Fiðrildaferðir er ferðaskrifstofa sem var stofnuð árið 2024 af Ásdísi Guðmundsdóttur. Við leggjum áherslu á samfélags- og menningartengda ferðamennsku í samvinnu við ferðaskrifstofur á Indlandi, Hawaii, Suður-Afríku, Perú, Ecuador og Tyrklandi svo eitthvað sé nefnt. Í okkar ferðum færð þú tækifæri til að kynnast menningu frá fyrstu hendi, skoða samfélög og kynnast heimafólki. Litlir hópar og framúrskarandi persónuleg þjónusta er okkar leiðarljós.
Gildi Fiðrildaferða er Upplifun – umbreyting – umhyggja.
Upplifun
við viljum að okkar ferðalangar upplifi menningu hvers lands og fái innsýn inn í daglegt líf heimafólks.
Umbreyting
ferðalög umbreyta okkur, við fáum nýja sýn og verðum opnari fyrir annari menningu og þar með umburðarlyndari gagnvart þeim sem eru ólíkir okkur og okkar menningu.
Umhyggja
við berum umhyggju fyrir okkar ferðalöngum en einnig fyrir þeim sem við heimsækjum og þeirra umhverfi og náttúru.

Hvað er samfélagsleg ferðaþjónusta?
Fiðrildaferðir sérhæfir sig í CBT ferðaþjónustu en þessi tegund ferðaþjónustu hefur rutt sér til rúms víða um heim á síðustu árum.
Community-based tourism er oft þýtt sem samfélagsmiðuð ferðaþjónusta. Þetta hugtak vísar til ferðaþjónustu sem er þróuð og stýrt af heimamönnum í samstarfi við samfélög á svæðinu.
Markmiðið er að veita gestum einstaka upplifun á sama tíma og það styður við sjálfbærni og efnahagslega velferð samfélagsins.
Þetta getur falist í gistingu hjá heimamönnum, leiðsögn um svæðið eða þátttöku í viðburðum í samfélaginu.
Í stað þess að horfa og skoða tökum við þátt með heimamönnum.