Costa Ríka - náttúra og samfélag

Náttúra og einfalt líf (Pura Vida) í Kosta Ríka

Kosta Ríka er lítið en heillandi land í Mið-Ameríku, sem liggur á milli Kyrrahafsins og Karíbahafsins. Landið er þekkt fyrir náttúrufegurð sína og fjölbreytt lífríki, þar sem um 25% af landsvæðinu er verndað sem þjóðgarðar og friðlönd.

Kosta Ríka býður upp á fjölmörg ævintýri, þar á meðal gönguferðir um skýjaskóga Monteverde, kajaksiglingar um Tortuguero skurðina, og snorkl við Coral Reef í Cahuita.

Landið er einnig frægt fyrir sitt „Pura Vida“ lífsviðhorf, sem endurspeglar jákvæðni, einfaldleika og hamingju. Pura Vida mætti þannig þýða sem einfalt líf eða hreint líf á íslensku.

Kosta Ríka hefur einnig sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust land og er leiðandi í náttúruvernd og sjálfbærri ferðamennsku.

Fyrirhugaður ferðatími er í apríl 2026

Smelltu hér ef þú vilt fá upplýsingar þegar tímasetning, ferðaskipulag og verð liggur fyrir.